Tækifæri til mennta á Íslandi

Háskólamenntun á Íslandi

Það gefast ótrúleg tækifæri til mennta á Íslandi. Hér eru sjö háskólastofnanir með um 18.000 nemendur. Þar ber fyrst að nefna Háskóla Íslands sem er stærstur, en ríkisvaldið rekur þrjá aðra háskóla, Háskólinn á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þeirra eru þrír einkareknir háskólar, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands. Einnig býður Háskóli Sameinuðu þjóðanna upp á þrjár námsleiðir hér á landi, Jafnréttisfræði, jarðhitafræði, landgræðslufræði og sjávarútvegsfræði. Val á milli þessara skóla getur verið erfitt. Í

Háskóla Íslands eru flestir nemendur, eða 13.000, og 5.000 nemar dreifast því á hina háskólana.

Þátttaka HÍ í atvinnulífinu

Nýsköpun í atvinnulífinu virðist vera minna í umræðunni nú þegar ferðaþjónustan hefur stolið senunni á vettvangi atvinnuþróunar. Samt er unnið að nýsköpun á öðrum

[vettvangi:Gaming Club casino app] sem fyrr. Hefur Háskóli Íslands stofnað Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. í þeim tilgangi. Þeir voru stofnaðir árið 2004 og er ætlað að starfa í þágu almenningsheilla. Auk Háskóla Íslands, sem á 94,6% hlut, á Reykjavíkurborg 5,4% í félaginu. Samstarfsaðilar Hí í Vísindagörðum eru margir hverjir mjög öflugir. Nægir þar að nefna Íslenska erfðagreiningu ehf., Alvotech hf., Alvogen ehf., CCP hf., Lífvísindasetur Háskóla Íslands og ArcticLAS ehf. Nýverið hefur verið farið út í byggingaframkvæmdir með sumum þessara aðila, t.d. á Grósku þar sem aðstaða verður fyrir ýmis fyrirtæki auk CCP hf.

Stofnun fyrirtækja á nýju sviði er ávallt áhættusöm. Ferillinn er langur frá hugmynd til arðbærrar starfsemi getur verið langur. Miklar upplýsingar liggja fyrir um hversu langur slíkur ferill er, því oft er náið fylgst með gangi mála hjá styrktaraðilum. Þeir sem fara út í stofnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja fá þá styrki og lán eftir að hafa lagt fram áætlanir og upplýsingar sem við eiga. Þó er ljóst að aðstandendur nýsköpunarfyrirtækjanna leggja yfirleitt fram mikla óskráða vinnu í nafni áhuga og vonast eftir velgengni í framtíðinni.