Nýjustu fréttir um aukningu í fjarnámi – hugsanlega tækifæri til örnáms í framtíðinni?

Hver þekkir það ekki að vera í námi þar sem skylda er að taka fjölda námskeiða sem eru tiltölulega ótengd þeirri menntun sem viðkomandi er að sækjast eftir? Væri ekki hentugt að geta eytt skemmri tíma í nám en samt sem áður fengið þá þekkingu sem við erum að leitast eftir að fá út úr viðkomandi námi?

Örkennsla (micro learning) er tiltölulega nýtt fyrirbæri sem enn er í mótun. Örkennsla á að gefa svokallaða örgráðu (micro degree). Eins og er veitir örgráða einungis viðurkenningu sem er mjög sérhæfð ákveðnu starfi.

Örkennsla þýðir ekki bara lítil eða samþjöppuð kennsla heldur snýst örkennsla um að deila með nemendum nákvæmlega réttu magni upplýsinga fyrir viðkomandi sérsvið og engu umfram það. Örkennsla er sérstaklega hentug til að bæta ofan á hærra menntastig. Þessi gerð lærdóms er sérstaklega hagkvæm og viðskiptavæn þar sem ekki er verið að eyða tíma í efni sem er ótengt þeirri þröngu sérhæfingu sem námsmaðurinn leitast eftir. Örkennsla gerir námsmönnum kleift að taka inn nýja þekkingu og hæfni á mun skemmri tíma. Örkennsla er frábær valmöguleiki fyrir fólk sem vill auka þekkingu sína á ákveðnu sviði jafnóðum og það þarf á henni að halda.

Örkennsla fer yfirleitt fram á netinu þar sem nemendur geta stundað fjarnám. Á Íslandi hefur fjarnám aukist gríðarlega mikið undanfarin ár. Háskólinn á Bifröst er sú menntastofnun þar sem fjarnemar hafa aukist hlutfallslega mest en nú er komin sú staða að 85% nemenda við Bifröst stunda fjarnám. Hugsanlegt er að í framtíðinni verði Bifröst því einungis fjarnámsskóli þar sem allt nám yrði þá kennt í gegnum internetið. Fjarnám gerir nemendum kleift að stunda nám hvaðan sem er og auðveldar fólki að bæta við sig menntun samhliða vinnu.

Það væri áhugavert að sjá Bifröst gera tilraunarverkefni á örkennslu og bjóða uppá örgráður á hærra stigi í framtíðinni. En Bifröst er viðskiptaháskóli sem er í farabroddi á Íslandi þegar kemur að kennslu í fjarnámi og tileinkar sér nútímalega kennsluhætti.

Fréttir frá Íslandi

Hvað er að frétta? Fátt hefur verið meira í fréttum undanfarið en veðrið. Fæstu sólskinsstundir í júní í Reykjavík í heila öld. Þær mældust þó færri árið 1914.

Handrit

Skemmtilegu fréttirnar eru af heimsókn tveggja handrita til upprunalandsins íslands. Þar eru Orms­bók, eitt höfuðhand­rita Snorra-Eddu og einnig Reykja­bók Njálu sem er elsta nær heila hand­rit sög­unn­ar. Handritið af Njáls sögu var sýnt í sjónvarpi, og er engu líkara en það sé prentað með skrautletri. Handritin eru til sýnis í Árnastofnun þar til þau verða send aftur til Danmerkur. Flestir héldu að frægur leikari væri mættur á Keflavíkurflugvöll vegna alls viðbúnaðarins. Vonandi sjá sem flestir sér fært að skoða þessi handrit meðan þau eru hér á landi.

Ísjaki

Svo er stór ísjaki á Húnaflóa. Það kemur á óvart nú í júlímánuði eftir fréttir um að allur ís eigi að hverfa.

Bæjarstjórar

Hinum megin á landinu, í Ölfusi, var auglýst eftir bæjarstjóra þar sem sjálfstæðismenn höfðu náð meirihluta í síðustu kosningum. Það vakti athygli að fimm fyrrverandi bæjarstjórar annarra bæjarfélaga sóttu um stöðuna.

Knattspyrna

Fótboltinn hefur verið á sínum stað. Samt breyttist eitthvað við að Ísland féll úr leik. Allir eru ánægðir með liðið, það stóð sig frábærlega og vakti verðskuldaða athygli með þátttöku sinni. Núna eru það Englendingar sem koma á óvart og fá jafnvel íslenska fánann lánaðan í leiðinni. Svíar komust áfram í sextán liða úrslit og sendiherra Svíþjóðar komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir að fagna úrslitunum.

Funahöfði

En slæmu fréttirnar voru um Funahöfða og íkveikjutilraun þar. Bjarni Kjart­ans­son, sviðsstjóri for­varna­sviðs hjá slökkviliðinu kom fram í viðtali og gagnrýndi þá aðstöðu sem margir búa við. Húsnæðið í Funahöfða mun vera ósamþykkt, en þrátt fyrir það býr fjöldi fólks í húsinu. Það var upphaflega iðnaðarhúsnæði sem var breytt í íbúðarhúsnæði. Þá kom í ljós að önnur útgönguleið af tveimur var læst og hefði það getað stefnt íbúunum í hættu.

Nýjustu fréttir um endurskoðun stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins

Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarskrár landa eru endurskoðaðar eða tillögur gerðar að algjörlega nýrri stjórnarskrá.

Íslensk stjórnvöld, í samvinnu við almenning, hafa nýverið hafist handa við að endurskoða íslensku stjórnarskránna. Í febrúar 2018 hófst verkefnavinnan þar sem Unnur Brá Konráðsdóttir var kjörin verkefnastjóri. Markmiðið með þessu verkefni er að í framtíðinni geti stjórnarskrá Íslands endurspeglað gildi þjóðarinnar og standist kröfur lýðveldisins sem leggur áherslu á að mannréttindi séu tryggð.

Um þessar mundir fer fram á Íslandi alþjóðleg ráðstefna sem ber nafnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Framtíð almenningsþátttöku. Ráðstefnan snýst meðal annars um að kynna það verkefni sem verið er að vinna að á Íslandi þar sem unnið er að gerð nýrrar stjórnarskrár í samvinnu við almenning.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands heldur því fram að ef Íslendingum tekst að semja um nýja stjórnarskrá muni þeir setja gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir. Hins vegar segir hún að umræður gangi ekki nægilega vel. Katrín talar um að fólk sé að benda á hvort annað og kalla næsta mann svikara. Það virðist ekki skipta máli um hvað málið snýst, annað hvort ertu kallaður svikari fyrir að vilja ekki breyta neinu í stjórnarskránni eða fyrir að vilja breyta of miklu.

Við endurskoðun stjórnarskrárinnar er lögð áhersla á að almenningur taki eins mikinn þátt og hægt er. Til þess að fá sem mesta þátttöku almennings hefur verið leitað til fræðasamfélagsins á Íslandi. Það hefur hins vegar verið vandamál að stór hluti fræðasamfélagsins hefur ekki áhuga á að taka þátt í umræðunum.

Fyrir þá sem ekki vita þá er stjórnarskrá íslenska lýðveldisins æðstu lög landsins og var hún samþykkt sem lög á Alþingi þann 17. júní 1944 sem lög 33/1944. Þann 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðisgreiðsla á Íslandi þar sem meirihluti kjósenda samþykkti tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til gerðar nýrrar stjórnarskrár. Ný stjórnarskrá hefur hins vegar enn ekki verið gefin út.

Hegðun samningamanna og aðferðir í samningaviðræðum

Háskólinn í Reykjavík er einn af fáum háskólum á Íslandi. Í skólanum eru fjórar deildir en þær eru lagadeild, viðskiptafræðideild, tölvunarfræðideild og verkfræðideild. Háskólinn er nýr skóli en hefur þó verið starfræktur í 20 ár. Háskólinn hefur þó verið með nýtt háskólanám í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum

Háskólinn í Reykjavík stendur undir mörgum mikilvægum rannsóknum á ári hverju. Rannsóknirnar koma frá nemendum í grunnnámi, meistaranámi og líka nemendum sem eru í doktorsnámi. Þessar rannsóknir eru mikilvægar að skoða fyrir samfélagið, það er alltaf hægt að velta því upp fyrir sér hvað sé hægt að gera betur þegar þessar rannsóknir eru skoðaðar.

Rannsókn um hegðun samningamanna og aðferðir sem notaðar eru í samningaviðræðum

Nýlega varði nemandi við Háskólann í Reykjavík, Aldís Guðný Sigurðardóttir, doktorsritgerðina sína en hún stundar nám við viðskiptafræðideildina. Þessi rannsókn er mikilvæg fyrir samfélagið að skoða og sérstaklega þá sem starfa við viðskipti eða hafa áhuga á slíku. Í daglegu lífi viðskiptafólks eru samningar og samningaviðræður eitthvað sem er hluti af starfi þeirra. Það er því mikilvægt að vera með gott viðmót í slíkum viðræðum.

Niðurstöður rannsóknar

Niðurstöður sem Aldís komst að í rannsókn sinni gefa meðal annars til kynna að það er misjafnt eftir atvinnugreinum hvaða aðferðir eru notaðar í samningaviðræðum. Samningamenn í skapandi greinum setja það í forgang að hafa skilyrði til að skapa, því nota þeir aðferðir til þess að flýta fyrir samningum. Kaupendur og seljendur nota líka mismunandi aðferðir þegar verið er að skrifa undir samninga.

Hvað er mikilvægt í árangursríkum samningaviðræðum?

Það er mikilvægt að vera með gott viðmót, vera öruggur og vera ákveðinn á sínu. Ekki gefa eftir í samningaviðræðum nema það sé eitthvað til hagsbóta fyrir þitt fyrirtæki. Hugsum um verðmæti samningsins, hvað er það sem veitir okkur ágóða. Þetta veltur að sjálfsögðu allt á hvert starf okkar er og hverjar samningaviðræðurnar eru.

Áhrif Brexit á tengsl Íslands við Evrópu

Í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní árið 2016 kaus meirihluti bresku þjóðarinnar um útgöngu úr Evrópusambandinu (exit bretlands = Brexit). Áætlað er að Bretland muni fylgja eftir ákvörðun sinni og þar með ganga út úr sambandinu í mars 2019. En þá er stóra spurningin, hvaða afleiðingar getur þetta haft fyrir okkur á Íslandi?

Spáð hefur verið fyrir um að þetta geti haft miklar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Kjarninn greindi frá því í júní 2016 að áhrifin gætu orðið mikil á Íslandi vegna þess hversu mikil viðskipti Íslendingar hafa stundað við Breta í gegnum tíðina. Hafði Kjarninn það svo eftir Eiríki Bergmanni prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands að ,,Grund­völlur íslensks efna­hags­lífs hefur meðal ann­ars verið að selja Bretum þorsk í Fish and chips – sjálfan þjóð­ar­rétt­inn.” Þá veltir hann því fyrir sér hvort að með þessu gæti mögulega orðið til lítið Evrópusamband með Noregi, Íslandi, Sviss, Liechtenstein og Bretlandi og þá kannski einnig örríkjunum eins og Andorra og San Marino.

Eins og flestir Íslendingar vita þá er Ísland ekki í evrópusambandinu heldur í EFTA en er þó meðlimur af evrópska efnahagssvæðinu rétt eins og önnur ríki evrópusambandsins og EFTA. En þetta samkomulag hleypir EFTA ríkjunum að innri markað ESB og innleiðir svokallað fjórfrelsi (frelsi til flutninga vöru, fjármagns, þjónustu og fólks) milli ríkjanna sem teljast til evrópska efnahagssvæðisins. Með brexit mun þó Bretland hverfa af evrópska efnahagssvæðinu og mun þá Ísland þurfa að semja að nýju við Bretland varðandi viðskiptasamninga þar á milli. Íslendingar og Bretar munu því þurfa að koma á einhvers konar samningi sem innleiðir fjórfrelsið á milli landanna. Hafi ríkin áhuga á því.

Þar sem Bretland var eitt þeirra ríkja Evrópusambandsins sem Íslendingar stunduðu hvað mest viðskipti við má segja að með Brexit fjarlægist Ísland sambandið enn frekar. Enda helsta tenging Íslands við sambandið eru þau viðskipti sem Ísland hefur átt við ríki innan sambandsins.

Mikilvægi menntunar í samfélaginu og stærfræðikunnáttu í spilavítum á netinu

Hvers vegna er menntun mikilvæg fyrir samfélagið og hvers vegna er mikilvægt að kunna stærfræði í spilavítum á netinu?

,,Menntun er máttur”, er ein þekktasta og mikilvægasta setning sem hefur heyrst í menntakerfinu á Íslandi. Mikilvægi menntunar er eitthvað sem við flest þekkjum, en eigum til að missa sjónar á. Það að mennta sig er mikið meira heldur en að ná sér í gráðu eða útskrifast úr skóla. Við lærum svo mikið með því að mennta okkur, sem þarf ekki endilega vera námstengt. Við lærum að vera sjálfstæð, hugsa rökrétt og gera hina ýmsu hluti í daglegu lífi. Það opnast fjölmargir möguleikar fyrir okkur ef við ákveðum að mennta okkur. Það er alltaf betra fyrir samfélagið í heild sinni að fólkið í samfélaginu sé með góða menntun, því þá getum við skapað betra samfélag.

Hvers vegna þurfum við að kunna stærfræði?

Stærfræði er ein þekktasta og vinsælasta námsgreinin. Hún kennir okkur ekki bara að leggja saman og draga frá, heldur kennir hún okkur að hugsa rökrétt. Ástæðurnar fyrir því að stærfræði er námsgrein eru margþættar.

Þessi hugsun er ekki eitthvað sem við fæðumst með, heldur eitthvað sem við þjálfum. Við erum sífellt að þjálfa heilann með stærfræði. Fyrir fólk sem spilar í spilavítum á netinu, er gríðarlega mikilvægt að vera góður í stærfræði. Við þurfum sífellt að hugsa þegar við spilum í slíkum leikjum á netinu, hvert næsta skref okkar er. Við erum alltaf að nota þessi einföldu stærfræði hugtök í spilavítum á netinu. Við áttum okkur kannski ekki á því en þegar við spilum, þá erum við að nota þessa rökhugsun.

Mikið af Íslendingum stunda ýmis konar veðmál á netinu. Þá má helst nefna veðmál sem tengjast íþróttum (íþróttaveðmál) og sérstaklega fótbolta. Þá er gríðarlega mikilvægt að hafa góða stærfræði kunnáttu til þess að ná sem bestum árangri.

Ný skýrsla frá Umhverfisstofnun kemur út

Sérfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun sem frá upphafi hafa séð um mælingar hér á Íslandi segja að miklar breytingar hafi orðið á gróðurfari og útbreiðslu fiskistofna hér á landi síðustu 20 ár.

Vísindanefnd skilaði á dögunum loftslagsskýrslu fyrir Umhverfisráðuneytið þar sem hægt er að skoða tölurnar nánar. Fram kemur í skýrslunni að loftslagshlýnun hafi haft margskonar áhrif á lífríki og gróðurfar hér á landi.

Jöklar á Íslandi hafa til að mynda verið að minnka síðan frá lokum 19. aldar. Á þessari öld hafa um 500 ferkílómetrar af ís horfið.

Síðustu 20 árin hafa einnig verið þó nokkuð miklar breytingar á gróðurfari vegna hlýnandi loftslags, sérstaklega á vestur- og norðurhluta landsins.

Fuglalíf hefur einnig breyst. Sumar farfuglategundir, til dæmis jaðrakan, hefur flýtt komu sinni á vorin, en hann flýgur frá Vestur-Evrópu. Sjófuglum hefur fækkað vegna hlýnunar sjávar og æti sem þeir reiða sig á, eins og sandsíli, hefur horfið og þetta hefur áhrif á stofnana.

Sjórinn við strendur landsins hefur einnig súrnað og fiskistofnar dreifa sér öðruvísi en áður. Suðlægar tegundir hafa verið að færa sig norður fyrir Ísland, og með þessu áframhaldi gætu norðlægar tegundir fært sig enn norðar frá landinu til kaldari sjávar. Loðna, sandsíli og makríll eru þær tegundir sem hafa sýnt mestar breytingar. Loðnan hefur fært sig norðar og vestar í átt að Austur-Grænlandi. Stofninn hefur einnig minnkað. Sama gildir ekki um þorsk og makríl. Makrílaflinn fór úr 40.000 tonnum í 150.000 tonn á árunum 2010 – 2016. Þorskstofninn hefur staðið í stað og virðist geta lagað sig að breytingum á sjávarhita. Stofnstærðir suðlægari tegunda eins og ýsu hefur stækkað mikið.

Augljósar breytingar eru á skilyrðum til garðræktar frá síðustu aldamótum. Tegundir sem áður var ekki von að rækta þrífast nú vel, og ýmis konar berjarunnar njóta hlýnandi vorveðurs. Samfara hlýnun hafa þó meindýr og plöntusjúkdómar einnig orðið meira áberandi.

Skýrslan í heild sinni er öllum aðgengileg á vefnum.

Ástæðan fyrir mikilvægi menntunnar forritara og hönnuði spilavíta á netinu.

Spilavíti á netinu njóta gríðalegra vinsælda, sérstaklega á Íslandi, þar sem flest fjárhættuspil eru bönnuð. Spilavíti á netinu koma í mörgum stærðum og gerðum, sum þeirra tengja þig jafnvel við spil í beinni útsendingu þar sem „dílerinn” er fyrir framan myndavél og forrit sjá um rest. Í þessari grein verður farið yfir nokkur atriði sem útskýra hvað góð menntun skiptir miklu máli fyrir hönnuði og forritara spilavíta á netinu.

Forritun

Forritið er kjarni spilavítisins. Í hvert skipti sem þú smellir á „veðja”, fara í gang mikil samskipti kóða, stundum þúsundir orða. Spilavíti á netinu eru í sérstakri hættu netárasa tölvuþrjóta og fólks sem reynir að finna galla til að misnota og svindla pening út úr spilavítinu. Þess vegna er hæsta mögulega netvörn grundvallaratriði þegar kemur að sköpun net spilavíta. Allir kóðar spilavítanna verða að vera alveg gallalausir, galli í kóðunum gæti orsakað stórt fjárhagslegt tap fyrir viðkomandi spilavíti. Þessi atriði, ásamt fleirum, eru góðar vísbendingar fyrir því að ráða hámenntaðan forritara, ætlir þú að setja upp spilavíti á netinu.

Hönnun

Hannanir spilavíta á netinu koma í öllum mögulegum gerðum. Flest þeirra eru sérstaklega hönnuð með ljósum og hljóðum til að halda þér lengi við efnið svo þú viljir spila meira. Hljóð og ljós geta haft mikil áhrif á dópamín framleiðslu, sem er partur af verðlaunakerfi heilans. Samkvæmt könnun getur hönnun spilakassa gert rottur háðari þeim. Dr. Catharine Winstanley í British Columbia háskólanum gerði könnun þar sem rottur fengu úrval takka sem skiluðu stundum sykri ef ýtt yrði á þá. Sumir takkar skiluðu litlu, oftar. Aðrir takkar skiluðu miklu, sjaldnar. Rotturnar vöndu sig fljótt við lítið, oft. Þegar bætt var við ljósum og hljóðum völdu rotturnar oftar takkann sem skilaði miklu, sjaldan. Þess vegna eru hönnuðir sem eru vel menntaðir, þá sérstaklega þegar kemur að sköpun spilavíta, gríðarlega mikilvægir ef þú ætlar að búa til spilavíti sem virkar vel.

Kötlugos í vændum?

Eldfjallið Katla hefur verið að fá athygli frá erlendum fréttamiðlum, enda löngu orðin heimsfræg og grannt er fylgst með hverjum skjálfta og nýjustu mælingum allstaðar í heiminum.

Hópur vísindamanna frá Íslandi og Bretlandi hafa undanfarin 3 ár mælt gasútstreymi frá Kötlu, sem er ein stærsta megineldstöð landsins, og birtu niðurstöður sínar nýverið. Mælingarnar komu Evgenia Ilyinskaya eldfjallafræðingi og öðrum vísindamönnum mjög á óvart, en þeir notuðu sérútbúna rannsóknarflugvél til verksins. Í ljós koma að Katla framleiðir gríðarlegt magn af koltvísýringi á hverjum degi, allt upp í 20 kílótonn á dag. Katla er því komin í þriðja sæti yfir þau mældu eldfjöll, sem losa hvað mest af gasi á heimsvísu.

Mælingarnar hafa þó staðið yfir í það stuttan tíma, að ekki er hægt að bera gögnin saman við eldri gögn, en fyrsta mælingin á Kötlu var gerð árið 2016 og hefur svo verið framkvæmd árlega eftir það. Það er til dæmis ekki hægt að vita hvort þetta magn af gasi sé eðlilegt fyrir Kötlu og hvert magnið var í fortíðinni. Þekkt er frá öðrum eldfjöllum heimsins, svo sem á Havaí, að gasmagn getur aukist nokkrum vikum eða árum fyrir eldgos. Metan fannst einnig í einhverjum mæli og megn lykt af brennisteinsvetni hefur fundist nálægt jöklinum.

Birting þessara niðurstaða vísindamannanna varð tilefni nokkurra frétta í æsifréttastíl, sérstaklega frá erlendum fjölmiðlum, um að risagos frá Kötlu væri yfirvofandi.

Aðrir jarðfræðingar, þar á meðal Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sá sig knúinn til að birta grein og gefa það út að þessi rannsókn, þó áhugaverð sé, gefi á engan hátt til kynna að gos sé í aðsigi. Magn gasútstreymis getur ekki sagt fyrir um stærð næstu eldgosa. Katla gæti þess vegna virkað sem ventill fyrir gosbeltið sunnan megin, og hafi losað þetta mikið magn gass í árhundruð.

En það er augljóst að rannsaka þarf Kötlu betur og gera miklu fleiri og ítarlegri mælingar á öllu svæðinu.

Tækifæri til mennta á Íslandi

Háskólamenntun á Íslandi

Það gefast ótrúleg tækifæri til mennta á Íslandi. Hér eru sjö háskólastofnanir með um 18.000 nemendur. Þar ber fyrst að nefna Háskóla Íslands sem er stærstur, en ríkisvaldið rekur þrjá aðra háskóla, Háskólinn á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands. Auk þeirra eru þrír einkareknir háskólar, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands. Einnig býður Háskóli Sameinuðu þjóðanna upp á þrjár námsleiðir hér á landi, Jafnréttisfræði, jarðhitafræði, landgræðslufræði og sjávarútvegsfræði. Val á milli þessara skóla getur verið erfitt. Í

Háskóla Íslands eru flestir nemendur, eða 13.000, og 5.000 nemar dreifast því á hina háskólana.

Þátttaka HÍ í atvinnulífinu

Nýsköpun í atvinnulífinu virðist vera minna í umræðunni nú þegar ferðaþjónustan hefur stolið senunni á vettvangi atvinnuþróunar. Samt er unnið að nýsköpun á öðrum

[vettvangi:Gaming Club casino app] sem fyrr. Hefur Háskóli Íslands stofnað Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. í þeim tilgangi. Þeir voru stofnaðir árið 2004 og er ætlað að starfa í þágu almenningsheilla. Auk Háskóla Íslands, sem á 94,6% hlut, á Reykjavíkurborg 5,4% í félaginu. Samstarfsaðilar Hí í Vísindagörðum eru margir hverjir mjög öflugir. Nægir þar að nefna Íslenska erfðagreiningu ehf., Alvotech hf., Alvogen ehf., CCP hf., Lífvísindasetur Háskóla Íslands og ArcticLAS ehf. Nýverið hefur verið farið út í byggingaframkvæmdir með sumum þessara aðila, t.d. á Grósku þar sem aðstaða verður fyrir ýmis fyrirtæki auk CCP hf.

Stofnun fyrirtækja á nýju sviði er ávallt áhættusöm. Ferillinn er langur frá hugmynd til arðbærrar starfsemi getur verið langur. Miklar upplýsingar liggja fyrir um hversu langur slíkur ferill er, því oft er náið fylgst með gangi mála hjá styrktaraðilum. Þeir sem fara út í stofnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja fá þá styrki og lán eftir að hafa lagt fram áætlanir og upplýsingar sem við eiga. Þó er ljóst að aðstandendur nýsköpunarfyrirtækjanna leggja yfirleitt fram mikla óskráða vinnu í nafni áhuga og vonast eftir velgengni í framtíðinni.