Nýjustu fréttir um endurskoðun stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins

Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarskrár landa eru endurskoðaðar eða tillögur gerðar að algjörlega nýrri stjórnarskrá.

Íslensk stjórnvöld, í samvinnu við almenning, hafa nýverið hafist handa við að endurskoða íslensku stjórnarskránna. Í febrúar 2018 hófst verkefnavinnan þar sem Unnur Brá Konráðsdóttir var kjörin verkefnastjóri. Markmiðið með þessu verkefni er að í framtíðinni geti stjórnarskrá Íslands endurspeglað gildi þjóðarinnar og standist kröfur lýðveldisins sem leggur áherslu á að mannréttindi séu tryggð.

Um þessar mundir fer fram á Íslandi alþjóðleg ráðstefna sem ber nafnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Framtíð almenningsþátttöku. Ráðstefnan snýst meðal annars um að kynna það verkefni sem verið er að vinna að á Íslandi þar sem unnið er að gerð nýrrar stjórnarskrár í samvinnu við almenning.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands heldur því fram að ef Íslendingum tekst að semja um nýja stjórnarskrá muni þeir setja gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir. Hins vegar segir hún að umræður gangi ekki nægilega vel. Katrín talar um að fólk sé að benda á hvort annað og kalla næsta mann svikara. Það virðist ekki skipta máli um hvað málið snýst, annað hvort ertu kallaður svikari fyrir að vilja ekki breyta neinu í stjórnarskránni eða fyrir að vilja breyta of miklu.

Við endurskoðun stjórnarskrárinnar er lögð áhersla á að almenningur taki eins mikinn þátt og hægt er. Til þess að fá sem mesta þátttöku almennings hefur verið leitað til fræðasamfélagsins á Íslandi. Það hefur hins vegar verið vandamál að stór hluti fræðasamfélagsins hefur ekki áhuga á að taka þátt í umræðunum.

Fyrir þá sem ekki vita þá er stjórnarskrá íslenska lýðveldisins æðstu lög landsins og var hún samþykkt sem lög á Alþingi þann 17. júní 1944 sem lög 33/1944. Þann 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðisgreiðsla á Íslandi þar sem meirihluti kjósenda samþykkti tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til gerðar nýrrar stjórnarskrár. Ný stjórnarskrá hefur hins vegar enn ekki verið gefin út.