Ný skýrsla frá Umhverfisstofnun kemur út

Sérfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun sem frá upphafi hafa séð um mælingar hér á Íslandi segja að miklar breytingar hafi orðið á gróðurfari og útbreiðslu fiskistofna hér á landi síðustu 20 ár.

Vísindanefnd skilaði á dögunum loftslagsskýrslu fyrir Umhverfisráðuneytið þar sem hægt er að skoða tölurnar nánar. Fram kemur í skýrslunni að loftslagshlýnun hafi haft margskonar áhrif á lífríki og gróðurfar hér á landi.

Jöklar á Íslandi hafa til að mynda verið að minnka síðan frá lokum 19. aldar. Á þessari öld hafa um 500 ferkílómetrar af ís horfið.

Síðustu 20 árin hafa einnig verið þó nokkuð miklar breytingar á gróðurfari vegna hlýnandi loftslags, sérstaklega á vestur- og norðurhluta landsins.

Fuglalíf hefur einnig breyst. Sumar farfuglategundir, til dæmis jaðrakan, hefur flýtt komu sinni á vorin, en hann flýgur frá Vestur-Evrópu. Sjófuglum hefur fækkað vegna hlýnunar sjávar og æti sem þeir reiða sig á, eins og sandsíli, hefur horfið og þetta hefur áhrif á stofnana.

Sjórinn við strendur landsins hefur einnig súrnað og fiskistofnar dreifa sér öðruvísi en áður. Suðlægar tegundir hafa verið að færa sig norður fyrir Ísland, og með þessu áframhaldi gætu norðlægar tegundir fært sig enn norðar frá landinu til kaldari sjávar. Loðna, sandsíli og makríll eru þær tegundir sem hafa sýnt mestar breytingar. Loðnan hefur fært sig norðar og vestar í átt að Austur-Grænlandi. Stofninn hefur einnig minnkað. Sama gildir ekki um þorsk og makríl. Makrílaflinn fór úr 40.000 tonnum í 150.000 tonn á árunum 2010 – 2016. Þorskstofninn hefur staðið í stað og virðist geta lagað sig að breytingum á sjávarhita. Stofnstærðir suðlægari tegunda eins og ýsu hefur stækkað mikið.

Augljósar breytingar eru á skilyrðum til garðræktar frá síðustu aldamótum. Tegundir sem áður var ekki von að rækta þrífast nú vel, og ýmis konar berjarunnar njóta hlýnandi vorveðurs. Samfara hlýnun hafa þó meindýr og plöntusjúkdómar einnig orðið meira áberandi.

Skýrslan í heild sinni er öllum aðgengileg á vefnum.