Nám á Íslandi fyrir alþjóðlega nemendur

Nám á Íslandi er góður kostur fyrir alþjóðlega nemendur. Ísland er frábært land til að kynnast, það býður upp á góða námsmöguleika, og flestir heimamenn tala góða ensku. Til viðbótar þá bjóða íslenskir skólar upp á marga valmöguleika fyrir alþjóðlega nemendur, þar á meðal marga skiptinámsmöguleika fyrir bæði háskóla- og framhaldsskólanám, og einnig bjóða háskólarnir á Íslandi upp á margar leiðir til náms á ensku. Einnig eru mörg námskeið í boði til að læra íslensku.

Skiptinám í háskóla

Erasmus býður upp á frábæran valmöguleika fyrir evrópska nemendur sem vilja fara í skiptinám til Íslands. Erasmus gefur styrk til nemenda sem komast inn í skiptinám í erlendum háskólum sem taka þátt í verkefninu og það er auðvelt að nálgast allar upplýsingar. Nordplus býður upp á svipað fyrir nemendur frá öðrum norðurlöndum. Fyrir nemendur frá öðrum heimsálfum eru í gangi samstarfsverkefni á milli einstakra skóla og einnig er hægt að sækja um styrki frá Fulbright.

Skiptinám í framhaldsskóla

Margir koma til Íslands á framhaldsskólaárunum í skiptinám og flestir framhaldsskólar á Íslandi eru með brautir sem eru sérstaklega gerðir fyrir erlenda skiptinema. Þar eru kúrsarnir kenndir að mestu leiti á ensku, og einnig er góð íslenskukennsla fyrir þá sem vilja læra tungumálið.

Háskólanám

Háskólanám á Íslandi er mjög gott og býður upp á marga möguleika fyrir erlenda nema. Fjölmargar námsbrautir eru alfarið kenndar á ensku, en fyrir utan það þá er flest námsefni sem farið er í á ensku og flest,

allir tala ensku mjög vel. Vefsíður háskólanna á Íslandi er hægt að skoða á ensku og boðið er upp á að hafa umsóknarferlið á ensku. Margir háskólanna bjóða einnig upp á íslenskukennslu.

Dvalarleyfi

Ísland er hluti af Schengen svæðinu og til að búa á Íslandi þarf að sækja um dvalarleyfi. Það er ekki leyfilegt að vera í landinu lengur en 90 daga yfir 180 daga tímabil og til að vera samþykktur sem nemandi í landinu þarf að sækja um dvalarleyfi.