Hegðun samningamanna og aðferðir í samningaviðræðum

Háskólinn í Reykjavík er einn af fáum háskólum á Íslandi. Í skólanum eru fjórar deildir en þær eru lagadeild, viðskiptafræðideild, tölvunarfræðideild og verkfræðideild. Háskólinn er nýr skóli en hefur þó verið starfræktur í 20 ár. Háskólinn hefur þó verið með nýtt háskólanám í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum

Háskólinn í Reykjavík stendur undir mörgum mikilvægum rannsóknum á ári hverju. Rannsóknirnar koma frá nemendum í grunnnámi, meistaranámi og líka nemendum sem eru í doktorsnámi. Þessar rannsóknir eru mikilvægar að skoða fyrir samfélagið, það er alltaf hægt að velta því upp fyrir sér hvað sé hægt að gera betur þegar þessar rannsóknir eru skoðaðar.

Rannsókn um hegðun samningamanna og aðferðir sem notaðar eru í samningaviðræðum

Nýlega varði nemandi við Háskólann í Reykjavík, Aldís Guðný Sigurðardóttir, doktorsritgerðina sína en hún stundar nám við viðskiptafræðideildina. Þessi rannsókn er mikilvæg fyrir samfélagið að skoða og sérstaklega þá sem starfa við viðskipti eða hafa áhuga á slíku. Í daglegu lífi viðskiptafólks eru samningar og samningaviðræður eitthvað sem er hluti af starfi þeirra. Það er því mikilvægt að vera með gott viðmót í slíkum viðræðum.

Niðurstöður rannsóknar

Niðurstöður sem Aldís komst að í rannsókn sinni gefa meðal annars til kynna að það er misjafnt eftir atvinnugreinum hvaða aðferðir eru notaðar í samningaviðræðum. Samningamenn í skapandi greinum setja það í forgang að hafa skilyrði til að skapa, því nota þeir aðferðir til þess að flýta fyrir samningum. Kaupendur og seljendur nota líka mismunandi aðferðir þegar verið er að skrifa undir samninga.

Hvað er mikilvægt í árangursríkum samningaviðræðum?

Það er mikilvægt að vera með gott viðmót, vera öruggur og vera ákveðinn á sínu. Ekki gefa eftir í samningaviðræðum nema það sé eitthvað til hagsbóta fyrir þitt fyrirtæki. Hugsum um verðmæti samningsins, hvað er það sem veitir okkur ágóða. Þetta veltur að sjálfsögðu allt á hvert starf okkar er og hverjar samningaviðræðurnar eru.