Fimm leiðir til góðrar menntunar á Íslandi

Menntakerfið á Íslandi er skipulagt öðruvísi en í flestum öðrum löndum. Hér ganga flestir í gegnum leikskóla og grunnskóla til 16 ára aldurs, framhaldsskóla til tvítugs og þá loksins er komið að háskólanámi. Þegar háskólanám er valið, er mikilvægt að vita hvaða háskólar eru starfandi á landinu, hvað hver skóli sérhæfir sig í, hvernig þeir starfa og ýmislegt annað. Hér er listi yfir fimm fjölbreyttar námsleiðir til háskólaprófs á Íslandi.

Listaháskóli Íslands

Listaháskóli Íslands er eini háskólinn á landinu sem býður upp á listnám til háskólagráðu. Listaháskólinn hefur fimm starfandi deildir: tónlistardeild, sviðslistardeild, myndlistardeild, listkennsludeild og hönnunar- og arkitektúrdeild. Það er því nóg um að velja. Skólinn er einkarekinn svo það eru árleg skólagjöld.

Bifröst

Bifröst er háskóli sem sérhæfir sig í félagsvísindum og býður upp á nám í viðskiptafræði, lögfræði, heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði. Bifröst býður upp á mikla möguleika í fjarnámi svo þetta er góður skóli ef þú ert mikið fjarverandi.

Háskóli Íslands

Háskóli Íslands er stærsti og elsti háskólinn á Íslandi. Hann er einn af tveimur ríkisreknum háskólum landsins svo námsgjöld eru lág. Hann býður upp á fjölmargar námsleiðir og gott nám, og þar að auki er hann staðsettur í miðbæ Reykjavíkur, nálægt öllum helstu búðum og viðburðum.

Háskólinn í Reykjavík

Vel staðsettur skóli í Öskjuhlíðinni í glænýrri og glæsilegri byggingu. Háskólinn í Reykjavík er stærsti einkarekni háskólinn á Íslandi og býður upp á fjölbreytt úrval námsleiða.

Háskólinn á Akureyri

Ef þig langar til að búa á norðurlandi og vera fjarri öllum túristunum í Reykjavík þá er Háskólinn á Akureyri góður valkostur. Hann er einkarekinn svo námsgjöldin eru mjög lág. Háskólinn á Akureyri býður einnig upp á mikið af fjarnámsleiðum og mikið af nemendum nýta sér þær brautir. HA hefur starfandi heilbrigðisvísindasvið, viðskipta- og raunvísindasvið, og hug- og félagsvísindasvið svo flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.