Að læra íslensku fyrir erlenda nemendur

Að vera erlendur nemandi á Íslandi hefur sína kosti, en að sjálfsögðu getur það líka verið erfitt. Það er þreytandi að vera í nýju landi, að læra nýja siði, og að vera sífellt umkringdur máli sem erfitt er að skilja. Hér eru nokkur ráð fyrir erlenda nemendur sem vilja koma sér betur inn í samfélagið og læra þetta erfiða tungumál á námsárunum sínum á Íslandi.

Íslensk málfræði er líklega með þeim erfiðustu í heiminum, og líklegast það erfiðasta við tungumálið. Besta ráðið til að byrja að skilja og geta talað íslensku er að hugsa ekki of mikið um málfræðina til að byrja með. Hún kemur með tímanum. Fyrsta mál á dagskrá er að læra nokkur mikilvæg orð og setningar. Þá er hægt að byrja að tala íslensku, og það er mikilvægt að vera ekki feiminn, því maður lærir af mistökum og allir gera mistök.

Ef maður byrjar að læra þá er auðvelt að halda áfram. Það er mikið af kúrsum í boði fyrir erlenda nemendur sem vilja læra íslensku og flestir háskólar bjóða upp á ýmsar leiðir. Það er góð hugmynd að skrá sig á íslenskukúrs til að byrja með og halda svo áfram sjálfur. Ef maður lærir eins konar grunn og getur skilið einföld hugtök og setningar, æfir sig á hverjum degi og heldur áfram að læra orð, þá er vel hægt að ná góðum tökum á tungumálinu á jafnvel bara einu ári.

Það sem er langmikilvægast er að vera ekki feiminn og byrja strax að þora að reyna að tala á íslensku. Þar að auki eru heimamenn mjög vinalegir og væru ánægðir að hjálpa og gefa ráð um málfræði og orð sem eru erfið. Ýmsir hópar hittast einnig reglulega til að æfa sig að tala íslensku, það er góð hugmynd að skrá sig í svoleiðis hóp og hitta fleiri sem eru að reyna að læra tungumálið.