Vefsíða um menntun á Íslandi

Velkominn

Þessi vefsíða fjallar um menntunarleiðir á Íslandi. Um er að ræða upplýsingar um helstu menntastofnanir og hvað þær hafa upp á að bjóða. Frá þessari upphafssíðu má leita uppi ýmis sértæk málefni. Sem dæmi má nefna umfjöllun um háskóla á Íslandi og námsbrautir þeirra.

Einnig er að finna upplýsingar um námskeið og yfirleitt öll svið tækifæra til mennta. Þeir sem eru að leita að námsmöguleikum geta nýtt sér efnið til að auðvelda sér valið. Hér er farið yfir möguleika á að stunda almennt nám sem gefur margvíslega möguleika, og eins sértækar leiðir sem veita réttindi eða tækifæri til að stunda hin ýmsu störf sem krefjast þekkingar. Ekki má gleyma öllu því sem fólk vill læra til að geta betur sinnt sínum áhugamálum. Allt þetta og meira til má finna hér á síðunni.

Notkun

Vefsíðan byggist að nokkru leyti upp á fremur stuttum köflum um hinar ýmsu hliðar menntunar og menntakerfisins sem við höfum á Íslandi. Slík yfirlit geta verið góð byrjun fyrir þá sem vilja kynna sér þá möguleika sem eru fyrir hendi. Hér er að finna safn upplýsinga sem má nota til að finna það sem hentar hverjum og einum. Sumir munu vafalaust finna hjá sér þörf til að bæta við sig þekkingu eftir lesturinn, þó svo að það hafi ekki staðið til í byrjun! Í greinunum er oft vísað til frumheimilda sem gott er að lesa eftir að hafa farið yfir það fjölbreytta efni sem hér er að finna. Notið ykkur möguleika netsins til að finna upplýsingar og smellið á krækjurnar til að skoða bakgrunn þess sem fjallað er um hér.